Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:04 Saddur köttur og óhrædd rotta? Eða kannski bara tveir góðir félagar? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan: Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan:
Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08