Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 3. september 2025 20:58 Gunnar Róbertsson átti góðan leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Valur hóf leikinn af miklum krafti en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar. Eftit um það bil 10 mínútna leik var staðan orðin 5-1 fyrir gestina frá Hlíðarenda. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Stjörnumenn þá fékk Jón Ásgeir Eyjólfsson að líta beint rautt spjald í upphafi leiksins fyrir að fara í skothöndina á Bjarna í Selvindi þegar hann var kominn í skothreyfingu. Þorgils Jón Svölu Baldursson kann vel við sig í Valsbúningnum. Vísir/Anton Brink Valur leiddi með fjórum mörkum, 14-10 í hálfleik, og Hlíðarendaspiltar létu kné fylgja kviði framan af seinni hálfleik. Munurinn varð mestur 10 mörk, 26-16, um miðbik seinni hálfleiks. Þá bitu leikmenn Stjörnunnar aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 26-22 þegar sirka 10 mínútur voru eftir af leiknum. Skipti þar sköpum innkoma Baldurs Inga Béturssonar í mark Stjörnunnar. Nær komst aftur á móti Stjarnan ekki og Valur fór að lokum með fimm marka sigur, 32-27. Viktor Sigurðsson var markahæstur hjá Val með níu mörk en Hans Jörgen Ólafsson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með sjö mörk. Margir eru spenntir fyrir hinum 17 ára gamla Gunnari Róbertssyni sem er mikið efni. Gunnar byrjaði leikinn á miðjunni hjá Val og stjórnaði spilinu af röggsemi. Gunnar skoraði fjögur mörk í þessum leik en það verður gaman að fylgjast framþróun hans í vetur. Svo virðist sem hann verði í stóru hlutverki hjá Valsliðinu. Ágúst Þór Jóhannsson getur verið sáttur við frumraun sína með Valsliðið í deildinni. Vísir/Anton Brink Ágúst Þór: Náðum að rúlla liðinu vel sem er jákvætt „Mér fannst leikurinn kaflaskiptur hjá okkur en það var margt jákvætt í leik okkar. Varnarleikurinn góður í fyrri hálfleik og Björgvin Páll var öflugur þar á bakvið allan leikinn. Þeir breyta svo í 7 á 6 og við vorum í smávegis basli með það. Við náðum svo tökum á því og sigldum góðum sigri í höfn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við náðum að rúlla vel á öllum leikmönnum og gott að ná í tvö stig strax í byrjun. Sumir leikmenn eru að koma seint inn útaf unglingalandsliðsverkefnum, þannig við erum ennþá að slípa liðið til,“ sagði Ágúst Þór um stöðuna á Valsliðinu. „Við vorum að spila við Stjörnulið þar sem vantaði einhverja leikmenn líkt og hjá okkur. Við berum virðingu fyrir þeim, þeir hafa verið að spila vel, eru bæði meistarar meistaranna og hafa verið að spila í Evrópu. Við undirbjuggum okkur fyrir erfiðan leik og ég er ánægður með að ná í tvö stig í fyrsta leik,“ sagði hann. „Við gáfum aðeins eftir í varnarleiknum í seinni hálfleik og missum aðeins tökin. Við vorum 10 mörkum yfir og gátum komist í 11 mörk í hraðaupphlaupi. Mér fannst við sjálfum okkur verstir og fara illa með dauðafæri. Heilt yfir er ég samt sem áður mjög sáttur og ánægður að ná í tvö punkta,“ sagði Ágúst. Hrannar Guðmundsson á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Hrannar: Náðum ekki flugi í sóknarleikinn „Sóknarleikurinn var stirður í upphafi leiks og við náðum ekki miklu flæði þar. Valsmenn voru bara skrefi á undan í þessum leik og verðskulduðu þennan sigur. Við náðum góðum kafla undir lok leiksins en það dugði ekki til,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan leikur án Tandra Más Konráðssonar á þessu tímabili en hann sleit hásin í fyrri leik liðsins gegn Minaur Baia Mare í umspili Evrópudeildarinnar sem fram fór í Rúmeníu um nýliðna helgi. Hrannar segir Stjörnuna þurfa að venjast því hratt að leika án Tandra Más. „Vissulega söknum við Tandra, það myndu öll lið í deildinni finna fyrir því að missa leikmann á borð við Tandra. Hann verður hins vegar ekki meira með á þessu tímabili og við þurfum að læra hratt að spila án hans,“ sagði Hrannar um fjarveru fyrirliðans. „Nú setjum við bara einbeitinguna á Evrópuleikinn við Minaur Baia Mare. Þar er klárlega stefnan að fara áfram. Við þurfm að endurheimta vel núna fram að leiknum á laugardaginn og sýna betri hliðar í þeim leik en við gerðum í kvöld,“ sagði Hrannar um framhaldið. Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoraði fimm mörk í leiknum og lét til sín taka á línunni og í varnarleik Vals. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Reynlsuboltinn Agnar Smári Jónsson fann ekki fjölina sína í Hekluhöllinni í kvöld og var tekinn út af í kjölfar slæms kafla hjá honum eftir að hann kom inná af varamannabekknum. Agnar Smári tók reiði sína út á Harpix-haldaranum og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Stjarnan var á skriði á þessum tímapunkti og Agnar Smári gerði liðsfélögum sínum lítinn greiða með hegðun sinni. Stjörnur og skúrkar Viktor Sigurðsson fór fyrir sóknarleik Vals og klippti oft á hnúta þegar sóknarleikurinn var höktandi. Þorvaldur Örn Þorvaldsson átti svo góðan leik á báðum endum vallarins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel og sá til þess að Stjarnan næði aldrei að ógna forystu Valsliðsins almennilega. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson, höfðu góð tök á þessum leik og leikurinn fékk að flæða vel. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Stjörnumenn voru með hoppukastala og gott grillpartý fyrir leik og nokkrir ungir og upprennandi stuðningsmenn Stjörnunnar héldu uppi stemmingunni. Hjá Val voru það tveir til þrír reynsluboltar sem studdu sitt lið með taktföstum söng allan leik. Þeir fá prik fyrir elju sína við hvatningaróp. Olís-deild karla Stjarnan Valur
Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Valur hóf leikinn af miklum krafti en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar. Eftit um það bil 10 mínútna leik var staðan orðin 5-1 fyrir gestina frá Hlíðarenda. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Stjörnumenn þá fékk Jón Ásgeir Eyjólfsson að líta beint rautt spjald í upphafi leiksins fyrir að fara í skothöndina á Bjarna í Selvindi þegar hann var kominn í skothreyfingu. Þorgils Jón Svölu Baldursson kann vel við sig í Valsbúningnum. Vísir/Anton Brink Valur leiddi með fjórum mörkum, 14-10 í hálfleik, og Hlíðarendaspiltar létu kné fylgja kviði framan af seinni hálfleik. Munurinn varð mestur 10 mörk, 26-16, um miðbik seinni hálfleiks. Þá bitu leikmenn Stjörnunnar aðeins frá sér og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 26-22 þegar sirka 10 mínútur voru eftir af leiknum. Skipti þar sköpum innkoma Baldurs Inga Béturssonar í mark Stjörnunnar. Nær komst aftur á móti Stjarnan ekki og Valur fór að lokum með fimm marka sigur, 32-27. Viktor Sigurðsson var markahæstur hjá Val með níu mörk en Hans Jörgen Ólafsson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með sjö mörk. Margir eru spenntir fyrir hinum 17 ára gamla Gunnari Róbertssyni sem er mikið efni. Gunnar byrjaði leikinn á miðjunni hjá Val og stjórnaði spilinu af röggsemi. Gunnar skoraði fjögur mörk í þessum leik en það verður gaman að fylgjast framþróun hans í vetur. Svo virðist sem hann verði í stóru hlutverki hjá Valsliðinu. Ágúst Þór Jóhannsson getur verið sáttur við frumraun sína með Valsliðið í deildinni. Vísir/Anton Brink Ágúst Þór: Náðum að rúlla liðinu vel sem er jákvætt „Mér fannst leikurinn kaflaskiptur hjá okkur en það var margt jákvætt í leik okkar. Varnarleikurinn góður í fyrri hálfleik og Björgvin Páll var öflugur þar á bakvið allan leikinn. Þeir breyta svo í 7 á 6 og við vorum í smávegis basli með það. Við náðum svo tökum á því og sigldum góðum sigri í höfn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við náðum að rúlla vel á öllum leikmönnum og gott að ná í tvö stig strax í byrjun. Sumir leikmenn eru að koma seint inn útaf unglingalandsliðsverkefnum, þannig við erum ennþá að slípa liðið til,“ sagði Ágúst Þór um stöðuna á Valsliðinu. „Við vorum að spila við Stjörnulið þar sem vantaði einhverja leikmenn líkt og hjá okkur. Við berum virðingu fyrir þeim, þeir hafa verið að spila vel, eru bæði meistarar meistaranna og hafa verið að spila í Evrópu. Við undirbjuggum okkur fyrir erfiðan leik og ég er ánægður með að ná í tvö stig í fyrsta leik,“ sagði hann. „Við gáfum aðeins eftir í varnarleiknum í seinni hálfleik og missum aðeins tökin. Við vorum 10 mörkum yfir og gátum komist í 11 mörk í hraðaupphlaupi. Mér fannst við sjálfum okkur verstir og fara illa með dauðafæri. Heilt yfir er ég samt sem áður mjög sáttur og ánægður að ná í tvö punkta,“ sagði Ágúst. Hrannar Guðmundsson á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Hrannar: Náðum ekki flugi í sóknarleikinn „Sóknarleikurinn var stirður í upphafi leiks og við náðum ekki miklu flæði þar. Valsmenn voru bara skrefi á undan í þessum leik og verðskulduðu þennan sigur. Við náðum góðum kafla undir lok leiksins en það dugði ekki til,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan leikur án Tandra Más Konráðssonar á þessu tímabili en hann sleit hásin í fyrri leik liðsins gegn Minaur Baia Mare í umspili Evrópudeildarinnar sem fram fór í Rúmeníu um nýliðna helgi. Hrannar segir Stjörnuna þurfa að venjast því hratt að leika án Tandra Más. „Vissulega söknum við Tandra, það myndu öll lið í deildinni finna fyrir því að missa leikmann á borð við Tandra. Hann verður hins vegar ekki meira með á þessu tímabili og við þurfum að læra hratt að spila án hans,“ sagði Hrannar um fjarveru fyrirliðans. „Nú setjum við bara einbeitinguna á Evrópuleikinn við Minaur Baia Mare. Þar er klárlega stefnan að fara áfram. Við þurfm að endurheimta vel núna fram að leiknum á laugardaginn og sýna betri hliðar í þeim leik en við gerðum í kvöld,“ sagði Hrannar um framhaldið. Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoraði fimm mörk í leiknum og lét til sín taka á línunni og í varnarleik Vals. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Reynlsuboltinn Agnar Smári Jónsson fann ekki fjölina sína í Hekluhöllinni í kvöld og var tekinn út af í kjölfar slæms kafla hjá honum eftir að hann kom inná af varamannabekknum. Agnar Smári tók reiði sína út á Harpix-haldaranum og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Stjarnan var á skriði á þessum tímapunkti og Agnar Smári gerði liðsfélögum sínum lítinn greiða með hegðun sinni. Stjörnur og skúrkar Viktor Sigurðsson fór fyrir sóknarleik Vals og klippti oft á hnúta þegar sóknarleikurinn var höktandi. Þorvaldur Örn Þorvaldsson átti svo góðan leik á báðum endum vallarins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel og sá til þess að Stjarnan næði aldrei að ógna forystu Valsliðsins almennilega. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson, höfðu góð tök á þessum leik og leikurinn fékk að flæða vel. Þeir félagar fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Stjörnumenn voru með hoppukastala og gott grillpartý fyrir leik og nokkrir ungir og upprennandi stuðningsmenn Stjörnunnar héldu uppi stemmingunni. Hjá Val voru það tveir til þrír reynsluboltar sem studdu sitt lið með taktföstum söng allan leik. Þeir fá prik fyrir elju sína við hvatningaróp.