Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2025 13:02 Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað einstaklega vel á EM. vísir/hulda margrét Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47
Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02
„Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25
„Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08