Handbolti

Aron hefur engan á­huga á að þjálfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Húsfylli var í Kaplakrika á kveðjuleik Arons Pálmarssonar á föstudaginn var.
Húsfylli var í Kaplakrika á kveðjuleik Arons Pálmarssonar á föstudaginn var. vísir/anton

Einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, Aron Pálmarsson, sér ekki fyrir sér að fara að þjálfa í framtíðinni.

Aron var gestur Big Ben, spjallþáttar á notalegu nótunum með Guðmundi Benediktssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni, á fimmtudaginn. Daginn eftir spilaði hann sinn síðasta handboltaleik á ferlinum. FH mætti þá Veszprém í troðfullum Kaplakrika. Ungverska liðið hafði betur, 22-32, en stjarna kvöldsins var Aron sem var kvaddur með virktum.

Í Big Ben spurði Gummi Ben Aron hver næstu skref hjá honum í lífinu yrðu, hvort hann færi að þjálfa eins og svo margir hafa gert eftir að leikmannaferlinum lýkur. Ekki stóð á svari hjá Aroni.

„Nei, ekki ennþá. Ég hef engan áhuga á því. Það er búið að spyrja mig að því síðan ég var tvítugur. Ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Aron.

„Ég er svo hræddur í að geta ekki gert neitt í hlutunum. Ég hef yfirleitt verið leikstjórnandi og þetta er á mér, hvort sem það er að taka skotið eða setja upp eða eitthvað svoleiðis. En þegar ég er bara dúddi á hliðarlínunni. Vinnan er bara fyrir leik. Ég hugsa að ég gæti það ekki.“

Klippa: Big Ben - Aron um þjálfun

Hjálmar vildi ólmur deila reynslu sinni af þjálfun en hann stýrði fótboltaliði Augnabliks á sínum tíma. Hann bað þó viðstadda vinsamlegast um að fletta árangri Augnabliks á þessum árum ekki upp.

Innslagið úr Big Ben má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“

Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×