Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 12:33 Antony með Real Betis treyjuna þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Hann gerði samning til ársins 2030. EPA/David Arjona Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony brotnaði niður þegar hann var að lýsa tíma sínum hjá Manchester United og sérstaklega þeim dögum þegar hann beið eftir því að gengið væri á sölu hans til Real Betis. Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Sjá meira
Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Sjá meira