„Við getum ekki þagað yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 22:32 Það tók á fyrir Viðar að ræða leik gærkvöldsins og hann vonaðist til að geta sleppt honum alfarið. Hann sitji enn í mönnum. Vísir/Hulda Margrét „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. „Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
„Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira