Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar 1. september 2025 08:31 Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun