Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2025 21:43 Strákarnir voru ósáttir við dómgæsluna og ekki síður þegar dómararnir flúðu af vettvangi. Vísir/Hulda Margrét Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Katowice Umdeildar villur í fjórða leikhluta sem féllu Pólverjamegin, á báðum enda vallarins, höfðu gríðarmikið að segja. Það hefur líklega ekki hjálpað til að dómararnir hafi neitað að taka í hendur leikmanna eftir leik og flúið svæðið. Mikill hiti var í strákunum á viðtalssvæðinu eftir leik og líkti Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, þessu við að hjartað hefði verið rifið úr honum. Aðrir töluðu um hversu leiðinlegt það væri fyrir íþróttina að dómararnir ráði úrslitum með þessum hætti, fremur en að leikurinn sé útkljáður á vellinum. „Það er kannski eðlilegt að þeir hlaupi í burtu,“ sagði Ægir Þór Steinarsson meðal annars við Vísi eftir leik. Viðtal við hann kemur inn í heild innan tíðar. Viðar Örn Hafsteinsson fór mikinn í viðtali við Karfan.is eftir leik og reiðin var mikil hjá mönnum. Erfitt er að kyngja þessu tapi eftir að strákarnir sýndu mikinn karakter að koma til baka og ná forystunni í fjórða leikhluta eftir að hafa lent mest 16 stigum undir í þriðja leikhluta. Eftir að strákarnir komust yfir snerist leikurinn á túskildingi þar sem villurnar höfðu mikið að segja. Leiknum lauk 84-75 fyrir Pólverja sem eru taplausir á toppi riðilsins en strákarnir leita enn fyrsta sigursins á stórmóti. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Katowice Umdeildar villur í fjórða leikhluta sem féllu Pólverjamegin, á báðum enda vallarins, höfðu gríðarmikið að segja. Það hefur líklega ekki hjálpað til að dómararnir hafi neitað að taka í hendur leikmanna eftir leik og flúið svæðið. Mikill hiti var í strákunum á viðtalssvæðinu eftir leik og líkti Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, þessu við að hjartað hefði verið rifið úr honum. Aðrir töluðu um hversu leiðinlegt það væri fyrir íþróttina að dómararnir ráði úrslitum með þessum hætti, fremur en að leikurinn sé útkljáður á vellinum. „Það er kannski eðlilegt að þeir hlaupi í burtu,“ sagði Ægir Þór Steinarsson meðal annars við Vísi eftir leik. Viðtal við hann kemur inn í heild innan tíðar. Viðar Örn Hafsteinsson fór mikinn í viðtali við Karfan.is eftir leik og reiðin var mikil hjá mönnum. Erfitt er að kyngja þessu tapi eftir að strákarnir sýndu mikinn karakter að koma til baka og ná forystunni í fjórða leikhluta eftir að hafa lent mest 16 stigum undir í þriðja leikhluta. Eftir að strákarnir komust yfir snerist leikurinn á túskildingi þar sem villurnar höfðu mikið að segja. Leiknum lauk 84-75 fyrir Pólverja sem eru taplausir á toppi riðilsins en strákarnir leita enn fyrsta sigursins á stórmóti.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira