„Hjartað rifið úr okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 21:37 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, niðurlútur. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“ EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31