Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 19:18 Inga Sæland er húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga. Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga.
Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira