Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 28. ágúst 2025 13:31 Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun