Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 27. ágúst 2025 19:33 Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun