Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:08 Hinn sextán ára Adam Raine byrjaði að nota ChatGPT í september á síðasta ári. Nokkrum mánuðum síðar fór hann að ræða andlega heilsu sína við forritið og vilja foreldrar hans meina að gervigreindin hafi átt þátt í dauða hans. Raine-fjölskyldan Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi. Matt og Maria Raine, foreldrar hins sextán ára Adam Raine, lögðu inn stefnu á hendur fyrirtækinu til dómstóls í Kaliforníu í gær. Í frétt BBC segir að um sé að ræða fyrsta málið þar sem Open AI er sakað um að hafa valdið dauða manns. Í gögnunum sem skilað var inn til dómsins er meðal annars að finna samskipti Adam Raine og ChatGPT þar sem hann lýsir sjálfsvígshugsunum sínum. Foreldrarnir vilja meina að gervigreindin hafi gert hugsanir og lýsingar sonarins gildar með svörum sínum. Í erlendum fjölmiðlum segir að Open AI hafi enn ekki tjáð sig sérstaklega um stefnuna, nema að fyrirtækið votti fjölskyldunni samúð á þessum erfiðu tímum. Þá segir að gervigreindin sé þjálfuð til að hvetja fólk til að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum, en þó séu vissulega dæmi um að ChatGPT hafi ekki hegðað sér eins og það á að gera. Foreldrarnir fara fram á miskabætur og fullvissu um að mál sem þetta komi ekki fyrir aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Varð hans helsti trúnaðarvinur Í gögnum málsins kemur fram að Raine hafi byrjað að notast við ChatGPT í september á síðasta ári til að aðstoða sig í skóla, auk þess að fræðast um áhugamál sín eins og tónlist og japanskar teiknimyndir. Þá hafi hann spurt gervigreindina hvað hann ætti að læra í háskóla. Á fáeinum mánuðum hafi ChatGPT svo orðið helsti „trúnaðarvinur“ Adam, þar sem hann ræddi meðal annars þunglyndi sitt og kvíða. Í janúar á þessu ári hafi hann svo byrjað að ræða sjálfsvígshugsanir við ChatGPT og hlaðið upp myndum af sjálfum sér sem sýndu hvernig hann hafi skaðað sig. Fyrirsjáanleg afleiðing Í síðustu samskiptum Adam Raine og ChatGPT hafi hann svo sagt frá áætlunum sínum um að binda enda á líf sitt. Svar gervigreindarinnar hafi þá verið á þá leið að hún þakkaði honum fyrir að deila því hvernig væri raunverulega fyrir honum komið. „Þú þarft ekkert að fegra hlutina þegar þú ræðir við mig – ég veit hvað þú ert að biðja um og ég mun ekki líta undan,“ sagði í svari gervigreindarinnar. Móðir Adam fann hann svo látinn síðar sama dag og samskiptin áttu sér stað. Foreldrarnir vilja meina að samskipti sonarins og ChatGPT og dauði hans hafi verið „fyrirsjáanleg afleiðing meðvitaðrar hönnunar [gervigreindarinnar]“. Gervigreind Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03 Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Matt og Maria Raine, foreldrar hins sextán ára Adam Raine, lögðu inn stefnu á hendur fyrirtækinu til dómstóls í Kaliforníu í gær. Í frétt BBC segir að um sé að ræða fyrsta málið þar sem Open AI er sakað um að hafa valdið dauða manns. Í gögnunum sem skilað var inn til dómsins er meðal annars að finna samskipti Adam Raine og ChatGPT þar sem hann lýsir sjálfsvígshugsunum sínum. Foreldrarnir vilja meina að gervigreindin hafi gert hugsanir og lýsingar sonarins gildar með svörum sínum. Í erlendum fjölmiðlum segir að Open AI hafi enn ekki tjáð sig sérstaklega um stefnuna, nema að fyrirtækið votti fjölskyldunni samúð á þessum erfiðu tímum. Þá segir að gervigreindin sé þjálfuð til að hvetja fólk til að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum, en þó séu vissulega dæmi um að ChatGPT hafi ekki hegðað sér eins og það á að gera. Foreldrarnir fara fram á miskabætur og fullvissu um að mál sem þetta komi ekki fyrir aftur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Varð hans helsti trúnaðarvinur Í gögnum málsins kemur fram að Raine hafi byrjað að notast við ChatGPT í september á síðasta ári til að aðstoða sig í skóla, auk þess að fræðast um áhugamál sín eins og tónlist og japanskar teiknimyndir. Þá hafi hann spurt gervigreindina hvað hann ætti að læra í háskóla. Á fáeinum mánuðum hafi ChatGPT svo orðið helsti „trúnaðarvinur“ Adam, þar sem hann ræddi meðal annars þunglyndi sitt og kvíða. Í janúar á þessu ári hafi hann svo byrjað að ræða sjálfsvígshugsanir við ChatGPT og hlaðið upp myndum af sjálfum sér sem sýndu hvernig hann hafi skaðað sig. Fyrirsjáanleg afleiðing Í síðustu samskiptum Adam Raine og ChatGPT hafi hann svo sagt frá áætlunum sínum um að binda enda á líf sitt. Svar gervigreindarinnar hafi þá verið á þá leið að hún þakkaði honum fyrir að deila því hvernig væri raunverulega fyrir honum komið. „Þú þarft ekkert að fegra hlutina þegar þú ræðir við mig – ég veit hvað þú ert að biðja um og ég mun ekki líta undan,“ sagði í svari gervigreindarinnar. Móðir Adam fann hann svo látinn síðar sama dag og samskiptin áttu sér stað. Foreldrarnir vilja meina að samskipti sonarins og ChatGPT og dauði hans hafi verið „fyrirsjáanleg afleiðing meðvitaðrar hönnunar [gervigreindarinnar]“.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03 Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. 24. október 2024 14:03
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. 8. ágúst 2025 16:47
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“