Fótbolti

Arnar kynnti fyrsta hópinn í undan­keppni HM

Ágúst Orri Arnarson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Arnar Gunnlaugsson hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja.
Arnar Gunnlaugsson hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. vísir / vilhelm

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026 og sat fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.

Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.

Ásamt Aserbaísjan og Frakklandi er Úkraína í riðli Íslands í undankeppninni.

Efsta lið riðilsins tryggir sig beint inn og liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil upp á sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. Þriðja og fjórða sætið gefa ekkert.

Ísland spilaði síðast landsleik í byrjun júní þegar liðið vann Skotland og tapaði gegn Norður-Írlandi í æfingaleikjum ytra.

Að ofan má sjá upptöku af blaðamannafundinum en í vaktinni að neðan má lesa helstu tíðindi á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×