Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:00 Deni Avdija er stærsta stjarnan í liði Ísraels enda leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni. Getty/Dragana Stjepanovic Fyrsti leikur Íslands á EM karla í körfubolta á morgun vekur sérstaka athygli vegna mótherja liðsins, Ísraels. Alþjóðalögreglan Interpol tekur þátt í að gæta öryggis leikmanna Ísraels sem ráðlagt hefur verið að leyna þjóðerni sínu utan vallar. Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira