Fótbolti

Heimir skildi fyrirliðann eftir heima

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson tók við írska landsliðinu síðasta sumar.
Heimir Hallgrímsson tók við írska landsliðinu síðasta sumar. epa/LORRAINE O'SULLIVAN

Séamus Coleman, sem hefur verið fyrirliði írska fótboltalandsliðsins undanfarin ár, er ekki í landsliðshópnum sem Heimir Hallgrímsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026.

Heimir tilkynnti í dag írska hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Armeníu í næsta mánuði. Athygli vakti að þar var Coleman hvergi sjáanlegur á blaði. 

Hann kom ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og missti af síðustu leikjum írska landsliðsins.

Coleman, sem er 36 ára, hefur leikið 73 leiki fyrir Írland síðan 2011. Hann hefur verið fyrirliði landsliðsins frá 2016.

Írar mæta Ungverjum í Dublin 6. september og svo Armenum ytra þann níunda. Portúgalir eru einnig í F-riðli undankeppninnar.

Írland komst síðast á HM í Suður-Kóreu og Japan fyrir 23 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×