Enski boltinn

Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tíma­bilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak er í verkfalli hjá Newcastle United en gefur kost á sér í sænska landsliðið.
Alexander Isak er í verkfalli hjá Newcastle United en gefur kost á sér í sænska landsliðið. EPA/ADAM VAUGHAN

Sænski framherjinn Alexander Isak hefur enn ekki spilað fótboltaleik á þessu tímabili, hvorki á undirbúningstímabilinu eða eftir að enska úrvalsdeildin fór af stað. Nú gæti það breyst.

Það verður þó ekki með Newcastle eða Liverpool eða öðru félagsliði. Isak neitar að spila fyrir Newcastle og vill komast til Liverpool.

Newcastle er að reyna að fá hann til að breyta um skoðun en hörð viðbrögð stuðningsmanna og þrjóska leikmannsins sjálfs kemur líklegast í veg fyrir slíkan endi á sápuóperu sumarsins.

Það er ein umferð eftir af ensku úrvalsdeildinni áður en kemur að landsleikjaglugga. Það er einmitt í þessum landsleikjaglugga sem við getum loksins fengið að sjá Isak inn á knattspyrnuvellinum aftur.

Sænski landsliðsþjálfarinn Jon Dahl Tomasson hefur nefnilega valið Isak í nýjasta landsliðshópinn sinn.

Framundan eru útileikir á móti Slóveníu og Kósóvó í undankeppni HM 2026.

Síðasti fótboltaleikur Isak með Newcastle var í leik á móti Everton 25. maí síðastliðinn. Hann var ekki með Svíum í landsleikjunum í júní en spilaði síðast með landsliðinu á móti Norður-Írum í mars þar sem hann var með bæði mark og stoðsendingu.

Nú gæti fyrsti leikur hans verið á móti Slóveníu í Ljubljana 5. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×