Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Agnar Már Másson skrifar 22. ágúst 2025 23:44 Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, fékk sex ára dóm árið 2023 vegna árásarinnar á Bankastræti Club árið á undan. Hann fékk reynslulausn sem nú er farin út um gluggan fyrst hann var gómaður við að reyna að smygla inn kannabis til landsins. Vísir/Vilhelm Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels