Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 20:01 Craig Pedersen kallar skipanir í sigri gegn Tyrkjum sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Pedersen á æfingu eftir að tólf manna hópurinn hafði verið opinberaður. Hann spurði landsliðsþjálfarann að því hvort að það væri léttir að vera búinn að velja hópinn. Klippa: Craig Pedersen um „mjög erfitt val“ sitt á lokahópi EM „Já það er viss léttir að hafa loksins komist að niðurstöðu en þetta var mjög erfitt val. Jákvæða vandamálið fyrir okkur í ár var að það voru svo margir leikmenn sem voru að spila vel og þar á meðal voru þeir fjórir síðustu sem við þurftum að taka út úr hópnum,“ sagði Craig Pedersen. Ekki þurft að glíma við þetta áður „Það er frábært vandamál að glíma við og eitthvað sem við höfum ekki þurft að glíma við áður. Þetta er mjög erfitt og það erfitt að taka leikmenn út úr hópnum þegar þeir eru að spila vel,“ sagði Pedersen. Hinn ungi og efnilegi Almar Orri Atlason var síðasti leikmaðurinn til að missa sæti sitt í hópnum. Valur Páll spurði um ástæðurnar fyrir því. Þessir tólf passa best saman „Hann hefur verið að spila vel og gera góða hluti. Okkur finnst bara að liðið sem hefur spilað lengst saman kunni best að spila saman. Þeir gera sér betur grein fyrir því sem er í gangi. Liðsandinn er mjög sterkur milli þessar tólf manna og hann er eins öflugur og hann getur orðið,“ sagði Pedersen. Hann vildi veðja því á mennina sem komu Íslandi á EM í stað þess að ungur framtíðarmaður öðlaðist mikla reynslu fyrir framtíðina. „Það er fullt að hlutum sem koma við sögu þegar við tökum svona ákvörðun og ég vil ekki fara nánar út í það. Mér finnst við hafa valið tólf bestu leikmennina og mennina sem passa best saman,“ sagði Pedersen. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var mjög ánægður með undirbúninginn og sagði leikmenn vera að komast betur í gírinn fyrir átökin. Hvernig finnst Craig að undirbúningurinn hafi gengið? Stórir og sterkir mótherjar hjálpa liðinu „Menn eru orðnir beittari á æfingunum og liðin sem við mættum í þessum undibúningsleikjum voru stór og sterk en þau létu líka finna fyrir sér. Það hefur hjálpað okkur að undirbúa okkur fyrir það að lenda á móti slíkum liðum á Eurobasket,“ sagði Pedersen. „Við höfum tekið eftir því í þessum landsleikjagluggum þar sem það eru spilaðir tveir leikir að við erum oftast betri í seinni leiknum. Hvort sem við vinnum eða töpum þá spilum við þá betur. Kannski er ástæðan að við erum þá vanari að eiga við stærð og styrkleika manna í þessum liðum,“ sagði Pedersen. „Það hefur því verið gott að mæta þessum liðum og núna erum við að fara mæta Litáen á föstudaginn sem er eitt sterkasta landsliðið í Evrópu. Þeir spila af miklum krafti og það mun bara undirbúa okkur enn betur fyrir EM í Póllandi,“ sagði Pedersen. Það má horfa á allt viðtali hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira