Góður fundur en fátt fast í hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2025 06:29 Almenn ánægja virðist ríkja með fundinn, þótt fátt sé fast í hendi. Sérfræðingar hafa bent á að þegar Trump tali um öryggistryggingar geti það allt eins þýtt loforð Bandaríkjaforseta um að tryggja öryggi Úkraínu, eins og raunverulega hernaðaraðstoð. Getty/Win McNamee Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira