Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson og Anna Steinsen skrifa 16. ágúst 2025 12:00 Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. ágúst 2025 voru liðin fjögur ár frá því að talíbanar náðu völdum í Afganistan og hófu markvisst að afnema réttindi kvenna og stúlkna. Á þessum tíma hefur samfélag þar sem konur höfðu réttindi og tóku þátt á ýmsum sviðum umbreyst í samfélag þar sem konur eru nær alfarið útilokaðar úr opinberu lífi og mega ekki ferðast. Í reynd hafa talíbanar þurrkað út nær öll réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Áður en talíbanar tóku aftur völd 2021 voru afganskar konur ríflega fjórðungur þingmanna og um svipað hlutfall opinbers starfsfólks voru konur. Stúlkur gátu sótt framhaldsnám og sérstakt jafnréttismálaráðuneyti var starfandi. Þessi framfaraskref hurfu á einu augabragði, jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum var beinlínis skipað að snúa ekki aftur til starfa hjá hinu opinbera. Í kjölfarið hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið tekin burtu, eitt af öðru, með kerfisbundnum hætti. Talíbanar hafa nú bannað stúlkum að sækja skóla eftir 6. bekk, rekið konur úr flestum störfum, þar á meðal störfum hjá alþjóðlegum hjálparsamtökum, og neitað þeim um sjálfsákvörðunarrétt í ferðalögum, klæðavali og jafnvel í tómstundum. Í raun jafngildir þetta alvarlegri mannréttindabrotum gegn konum og stúlkum, sem ekki aðeins sviptir þær frelsi og tækifærum heldur grefur líka undan framtíð þjóðarinnar sjálfrar. Nýjustu gögn frá UN Women varpa skýru ljósi á þá skelfilegu stöðu sem nú er komin upp. Samkvæmt Afghanistan Gender Index 2024 skýrslunni hafa konur í Afganistan nú einungis náð 17% af mögulegum réttindum sínum og tækifærum – samanborið við 60% að meðaltali hjá konum á heimsvísu. Afganistan er þar með næstneðsta land í heiminum í jafnréttismálum á eftir Jemen. Þessar tölur eru staðreyndir sem endurspegla líf milljóna kvenna og stúlkna sem hafa máttlitla rödd í samfélaginu. Nokkur lykilatriði úr skýrslunni sýna dökka stöðu: Menntun: Aðeins 12% afganskra kvenna hafa lokið framhaldsmenntun eða hærra, og nú er 0% stúlkna leyft að ganga í framhaldsskóla undir stjórn talíbana. Menntavegi kvenna hefur verið algjörlega lokað. Atvinnuþátttaka: Um 24% kvenna taka þátt á vinnumarkaði, samanborið við um 90% karla. En tölurnar segja ekki alla söguna. Takmarkanir talíbana á atvinnuþátttöku kvenna hefur þær afleiðingar að konur hafa að mestu verið hraktar af vinnumarkaðnum eða í verri störf. Um 77% ungra kvenna (18–29 ára) eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET), sem er nær fjórum sinnum hærra hlutfall en hjá ungu körlum (20%). Heilar kynslóðir kvenna eru þannig fastar heima án tækifæris til þátttöku í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi: Afganskar konur búa við skelfilega tíðni ofbeldis og frá því að talíbanar tóku aftur völdin hefur tíðni kynferðisofbeldis líklega aukist í Afganistan. Þessar tölur lýsa kúgun kvenna í Afganistan aðeins að hluta en hún birtist grímulaust í öllum helstu félagslegum þáttum: menntun hefur verið kerfisbundið hindruð, efnahagsleg staða kvenna hefur veikst stórkostlega og konur hafa verið útilokaðar frá ákvarðanatöku og almannaþjónustu. Afganskt samfélag getur einfaldlega ekki þrifist þegar helmingur íbúanna er sviptur mannréttindum og tækifærum. Hvað er hægt að gera? Staða kvenna í Afganistan er áfellisdómur yfir ástandi mannréttindamála í heiminum í dag. Þegar grundvallarmannréttindi kvenna eru fótum troðin á þann hátt sem nú á sér stað í Afganistan, er ekki lengur um innanlandsmál að ræða heldur krefst það þess að vera rætt alþjóðlega. Þöggun og kúgun kvenna þar varðar okkur öll sem trúum á jafnrétti og mannlega reisn. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum kvenna á heimsvísu og ber siðferðileg skylda til að halda málefnum afganskra kvenna á lofti á alþjóðavettvangi. Ísland á að að beita rödd sinni áfram innan alþjóðastofnana, eins og Sameinuðu þjóðanna, til að krefjast þess að talíbanar verði dregnir til ábyrgðar og að réttindi kvenna verði sett sem skilyrði fyrir samskiptum við stjórnvöld í Afganistan. Enn fremur getum við sem einstaklingar og samfélag sýnt samstöðu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur ávallt lagt áherslu á að styðja konur sem hafa verið sviptar rödd, menntun og frelsi. Tækifærin sem við getum nýtt á hverjum degi eru fræðsla, fjárstuðningur og opinber umræða, halda því á lofti að staðan er ekki ásættanleg. Þrátt fyrir allt hafa konur í Afganistan ekki gefist upp, þær sýna ótrúlegt hugrekki og við ættum að stuðla að því að láta ekki þessa fjögurra ára afturför verða að varanlegu ástandi. Að standa með afgönskum konum núna er ekki aðeins spurning um samkennd heldur einnig að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti í heimi þar sem gengið er æ nærri þeim grundvallarmannréttindum. Höfundar eru formaður og varaformaður í stjórn Landsnefndar UN Women á Íslandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun