Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar 13. ágúst 2025 14:31 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra fjallar iðulega um ástand mála í Palestínu og Ísrael í fjölmiðlum. Þorgerður segir ýmislegt sem er gott og gilt um mikilvægi mannréttinda og alþjóðasamninga og gildi þeirra fyrir smáþjóð líkt og við Íslendingar erum. En margt af því sem hún segir sýnir okkur að afstaða hennar gagnvart Palestínumönnum þjónar ekki mannréttindabaráttu þeirra. Hver ber meiri ábyrgð? Meðal spurninga sem blaðamaður Morgunblaðsins leggur fyrir Þorgerði Katrínu 11. ágúst 2025 er hvor aðilinn beri meiri ábyrgð? Svar hennar er: „að það er ekki hægt að segja að þetta sé einum fremur en öðrum að kenna.“ Þorgerður grípur einnig til máltækisins „Sjaldan veldur einn þá tveir deila.“ Það er svekkjandi að lesa svona yfirlýsingar frá manneskju í ábyrgðarstöðu á tímum þegar þjóðarmorð er yfirstandandi á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Málflutningur Þorgerðar Katrínar gagnast árásaraðilanum; Ísrael. Hún gerir fórnarlömb ofbeldisins, Palestínumenn, meðseka - að þeir beri að hluta ábyrgð á þjóðernishreinsunum sem beinast gegn þeim. Að þjóðarmorðið sem heimurinn horfir uppá sé afleiðing þess að Palestínumenn hafa barist fyrir sínum ótvíræðu réttindum. Í raun er þetta málflutningur Netanyahus og stuðningsmanna síonismans. Orð sett í sögulegt samhengi. Þegar nasistaherir Hitlers réðust á Noreg og Danmörku hefði íslenskur ráðherra tæpast sagt að „sjaldan veldur einn þá tveir deila“. Árás þýska hersins var ekki vegna þess að Norðmenn eða Danir hefðu stofnað til átaka. Þeir voru, líkt og margar aðrar þjóðir, fórnarlömb árásarstefnu Þýskalands og mynduðu andspyrnuhreyfingar til að berjast gegn nasistunum. Varla hefði mönnum þótt það viðeigandi að segja „það er ekki hægt að segja að þetta sé einum fremur en öðrum að kenna“ þegar innikróaðir gyðingar í Gettóinu í Varsjá börðust gegn SS-sveitunum í apríl 1943. Upphafið Hvers vegna eru þessi orð Þorgerðar um jafna ábyrgð röng í dag? Í rúma sjö áratugi, allt frá stofnun Ísraels, hefur Ísraelsher ráðist á Palestínumenn, myrt þá í tugþúsundatali, hrakið þá frá heimilum sínum og rænt landi þeirra. Í dag er staðan sú að Ísrael ræður öllu landi Palestínu og örlögum fólksins jafnt á Gaza sem og Vesturbakkanum. Palestínumenn hafa barist gegn árásum Ísraelshers, sem er einn af sterkari herjum heims, bæði með vopnum og friðsamlegum mótmælum. Þeir hafa brugðist við með sama hætti og andspyrnuhreyfingar í Evrópu börðust gegn herjum Hitlers. En Palestínumenn hafa aldrei átt upptök að átökum líkt og Þorgerður gefur í skyn í viðtölum sem hér er vitnað til. Upphafið er stofnun framandi ríkis á landi Palestínumanna þar sem þeir eiga sér sögu í meira en fjögurþúsund ár. Ísland greiddi atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna, árið 1947, með skiptingu Palestínu milli aðkomumanna frá Evrópu og Palestínumanna, frumbyggja landsins. Sú niðurstaða greiddi götu síonistanna sem stofnuðu Ísrael. Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar: „Þorgerður segir grimmdarvekin vera á báða bóga og nefnir sérstaklega upphaflegu hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023.“ Hér er það sama sagan, það er ekki bara að báðir beri sök, nú er það „upphaflegt hryðjuverk Hamas“ sem fær sérstaka athygli og þar með er megin ábyrgðinni komið á hendur Palestínumanna. Eiga Palestínumenn ekki að ráða sinni framtíð? Eftir að hafa sagt ranglega frá upphafi átakanna og hver sé árásaraðilinn og beri ábyrgðina snýr Þorgerður sér að framtíð Palestínu. Þar fer ekkert á milli mála að þeirri framtíð eiga Palestínumenn ekki að ráða miklu um frekar en var raunin þegar síonistaríkið var stofnað á landi þeirra 1948. „Það verði ekki framtíðaruppbygging í Palestínu með Hamas innanborðs“ segir Þorgerður og vitnar í samþykkt sjö kollega sinna í Evrópu. Hér skín í gegn sú staðreynd að það er stefna Ísraels, en ekki vilji Palestínumanna, sem ræður afstöðu íslenska utanríkisráðherrans. Samkvæmt skoðanakönnun* sem var birt 6. maí sl. styður um helmingur Palestínumanna Hamas og yfirgnæfandi meirihluti (overwhelming majority) þeirra er á móti afvopnun Hamas eða brottför herliðs samtakanna frá Gazaströndinni. Könnunin sýnir einnig að 59% Palestínumanna álíta að aðgerð Hamas 7. október 2023 hafi verið réttlætanleg. Þessi afstaða byggir að á biturri reynslu Palestínumanna af áratuga glæpaverkum Ísraelsmanna gegn þeim. Evrópsk stjórnvöld hafa sagt að ekkert skuli ákveðið um örlög Úkraínumanna án þeirra þátttöku. Það sama á greinilega ekki við gagnvart Palestínumönnum. Klikkaði alþjóðasamfélagið? Þorgerður segir að „alþjóðasamfélagið hefur svolítið klikkað á að hafa ekki tryggt betri frið fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Sannleikurinn er sá að bandamenn Íslands í „alþjóðasamfélaginu“ (NATO/ESB) hafa ekki klikkað í friðarleit - þvert á móti -þessir aðilar bera beina ábyrgð á því að Ísrael hefur notið friðhelgi í áratuga glæpaverkum gegn Palestínumönnum. Og nú þegar þjóðarmorð er framið fyrir opnum tjöldum eru þessi ríki enn að senda vopn og verja Ísrael og þarlend stjórnvöld sem fremja glæpi gegn mannkyni. Hvað gerist hér heima? Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna ríki Palestínu árið 2011. Það var mikilvægt skref og gott fordæmi **. En fyrir utan viðurkenninguna og fjárstuðning hafa íslensk yfirvöld ekki tekið afgerandi skref til stuðnings Palestínu. Frá árinu 2012 hefur legið fyrir Alþingi tillaga að þingsályktun um að vörur frá ólöglegum landtökubyggðum á Vesturbakkanum skuli merktar sem slíkar en ekki merktar sem vörur frá Ísrael. Þessi tillaga, margsinnis endurflutt, hefur aldrei náð út úr þingnefnd. Íslensk yfirvöld eiga töluverð viðskipti við ísraelska fyrirtækið Rapyd sem er í eigu Ísraela sem styður þjóðarmorðið á Gaza. Og ÁTVR hefur selt vín sem er framleitt á stolnu landi á Vesturbakkanum. Hér eru nærtæk verkefni sem stjórnvöld gætu sinnt og sýnt að hugur fylgir öllu því máli sem búið er að ástunda í áraraðir. Og enn hafa íslensk stjórnvöld þráast við að framfylgja ákvæðum sáttmálans gegn þjóðarmorði - sem leggur þær skyldur á herðar aðildarríkjanna að hefja aðgerðir gegn þeim ríkjum sem mögulega eða í raun fremja þjóðarmorð (genocide). Tala og tala - og tala „Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni á Stöð 2 um síðustu áramót. Það er vissulega búið að tala og tala mikið og tala skýrt. En börnin á Gaza, sem ýmist deyja úr hungri eða sprengjuregni, heyra ekki þetta tal Þorgerður Katrín. Þau heyra bara sprengjugnýinn. Það er búið að segja öll orðin - en það eru aðgerðirnar sem skipta máli. Viðskiptaþvinganir og sniðgöngu gegn Ísrael strax! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. * https://www.pcpsr.org/en/node/997 ** Þáverandi flokkur Þorgerðar sat reyndar hjá við afgreiðslu málsins á Alþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra fjallar iðulega um ástand mála í Palestínu og Ísrael í fjölmiðlum. Þorgerður segir ýmislegt sem er gott og gilt um mikilvægi mannréttinda og alþjóðasamninga og gildi þeirra fyrir smáþjóð líkt og við Íslendingar erum. En margt af því sem hún segir sýnir okkur að afstaða hennar gagnvart Palestínumönnum þjónar ekki mannréttindabaráttu þeirra. Hver ber meiri ábyrgð? Meðal spurninga sem blaðamaður Morgunblaðsins leggur fyrir Þorgerði Katrínu 11. ágúst 2025 er hvor aðilinn beri meiri ábyrgð? Svar hennar er: „að það er ekki hægt að segja að þetta sé einum fremur en öðrum að kenna.“ Þorgerður grípur einnig til máltækisins „Sjaldan veldur einn þá tveir deila.“ Það er svekkjandi að lesa svona yfirlýsingar frá manneskju í ábyrgðarstöðu á tímum þegar þjóðarmorð er yfirstandandi á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Málflutningur Þorgerðar Katrínar gagnast árásaraðilanum; Ísrael. Hún gerir fórnarlömb ofbeldisins, Palestínumenn, meðseka - að þeir beri að hluta ábyrgð á þjóðernishreinsunum sem beinast gegn þeim. Að þjóðarmorðið sem heimurinn horfir uppá sé afleiðing þess að Palestínumenn hafa barist fyrir sínum ótvíræðu réttindum. Í raun er þetta málflutningur Netanyahus og stuðningsmanna síonismans. Orð sett í sögulegt samhengi. Þegar nasistaherir Hitlers réðust á Noreg og Danmörku hefði íslenskur ráðherra tæpast sagt að „sjaldan veldur einn þá tveir deila“. Árás þýska hersins var ekki vegna þess að Norðmenn eða Danir hefðu stofnað til átaka. Þeir voru, líkt og margar aðrar þjóðir, fórnarlömb árásarstefnu Þýskalands og mynduðu andspyrnuhreyfingar til að berjast gegn nasistunum. Varla hefði mönnum þótt það viðeigandi að segja „það er ekki hægt að segja að þetta sé einum fremur en öðrum að kenna“ þegar innikróaðir gyðingar í Gettóinu í Varsjá börðust gegn SS-sveitunum í apríl 1943. Upphafið Hvers vegna eru þessi orð Þorgerðar um jafna ábyrgð röng í dag? Í rúma sjö áratugi, allt frá stofnun Ísraels, hefur Ísraelsher ráðist á Palestínumenn, myrt þá í tugþúsundatali, hrakið þá frá heimilum sínum og rænt landi þeirra. Í dag er staðan sú að Ísrael ræður öllu landi Palestínu og örlögum fólksins jafnt á Gaza sem og Vesturbakkanum. Palestínumenn hafa barist gegn árásum Ísraelshers, sem er einn af sterkari herjum heims, bæði með vopnum og friðsamlegum mótmælum. Þeir hafa brugðist við með sama hætti og andspyrnuhreyfingar í Evrópu börðust gegn herjum Hitlers. En Palestínumenn hafa aldrei átt upptök að átökum líkt og Þorgerður gefur í skyn í viðtölum sem hér er vitnað til. Upphafið er stofnun framandi ríkis á landi Palestínumanna þar sem þeir eiga sér sögu í meira en fjögurþúsund ár. Ísland greiddi atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna, árið 1947, með skiptingu Palestínu milli aðkomumanna frá Evrópu og Palestínumanna, frumbyggja landsins. Sú niðurstaða greiddi götu síonistanna sem stofnuðu Ísrael. Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar: „Þorgerður segir grimmdarvekin vera á báða bóga og nefnir sérstaklega upphaflegu hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023.“ Hér er það sama sagan, það er ekki bara að báðir beri sök, nú er það „upphaflegt hryðjuverk Hamas“ sem fær sérstaka athygli og þar með er megin ábyrgðinni komið á hendur Palestínumanna. Eiga Palestínumenn ekki að ráða sinni framtíð? Eftir að hafa sagt ranglega frá upphafi átakanna og hver sé árásaraðilinn og beri ábyrgðina snýr Þorgerður sér að framtíð Palestínu. Þar fer ekkert á milli mála að þeirri framtíð eiga Palestínumenn ekki að ráða miklu um frekar en var raunin þegar síonistaríkið var stofnað á landi þeirra 1948. „Það verði ekki framtíðaruppbygging í Palestínu með Hamas innanborðs“ segir Þorgerður og vitnar í samþykkt sjö kollega sinna í Evrópu. Hér skín í gegn sú staðreynd að það er stefna Ísraels, en ekki vilji Palestínumanna, sem ræður afstöðu íslenska utanríkisráðherrans. Samkvæmt skoðanakönnun* sem var birt 6. maí sl. styður um helmingur Palestínumanna Hamas og yfirgnæfandi meirihluti (overwhelming majority) þeirra er á móti afvopnun Hamas eða brottför herliðs samtakanna frá Gazaströndinni. Könnunin sýnir einnig að 59% Palestínumanna álíta að aðgerð Hamas 7. október 2023 hafi verið réttlætanleg. Þessi afstaða byggir að á biturri reynslu Palestínumanna af áratuga glæpaverkum Ísraelsmanna gegn þeim. Evrópsk stjórnvöld hafa sagt að ekkert skuli ákveðið um örlög Úkraínumanna án þeirra þátttöku. Það sama á greinilega ekki við gagnvart Palestínumönnum. Klikkaði alþjóðasamfélagið? Þorgerður segir að „alþjóðasamfélagið hefur svolítið klikkað á að hafa ekki tryggt betri frið fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Sannleikurinn er sá að bandamenn Íslands í „alþjóðasamfélaginu“ (NATO/ESB) hafa ekki klikkað í friðarleit - þvert á móti -þessir aðilar bera beina ábyrgð á því að Ísrael hefur notið friðhelgi í áratuga glæpaverkum gegn Palestínumönnum. Og nú þegar þjóðarmorð er framið fyrir opnum tjöldum eru þessi ríki enn að senda vopn og verja Ísrael og þarlend stjórnvöld sem fremja glæpi gegn mannkyni. Hvað gerist hér heima? Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna ríki Palestínu árið 2011. Það var mikilvægt skref og gott fordæmi **. En fyrir utan viðurkenninguna og fjárstuðning hafa íslensk yfirvöld ekki tekið afgerandi skref til stuðnings Palestínu. Frá árinu 2012 hefur legið fyrir Alþingi tillaga að þingsályktun um að vörur frá ólöglegum landtökubyggðum á Vesturbakkanum skuli merktar sem slíkar en ekki merktar sem vörur frá Ísrael. Þessi tillaga, margsinnis endurflutt, hefur aldrei náð út úr þingnefnd. Íslensk yfirvöld eiga töluverð viðskipti við ísraelska fyrirtækið Rapyd sem er í eigu Ísraela sem styður þjóðarmorðið á Gaza. Og ÁTVR hefur selt vín sem er framleitt á stolnu landi á Vesturbakkanum. Hér eru nærtæk verkefni sem stjórnvöld gætu sinnt og sýnt að hugur fylgir öllu því máli sem búið er að ástunda í áraraðir. Og enn hafa íslensk stjórnvöld þráast við að framfylgja ákvæðum sáttmálans gegn þjóðarmorði - sem leggur þær skyldur á herðar aðildarríkjanna að hefja aðgerðir gegn þeim ríkjum sem mögulega eða í raun fremja þjóðarmorð (genocide). Tala og tala - og tala „Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni á Stöð 2 um síðustu áramót. Það er vissulega búið að tala og tala mikið og tala skýrt. En börnin á Gaza, sem ýmist deyja úr hungri eða sprengjuregni, heyra ekki þetta tal Þorgerður Katrín. Þau heyra bara sprengjugnýinn. Það er búið að segja öll orðin - en það eru aðgerðirnar sem skipta máli. Viðskiptaþvinganir og sniðgöngu gegn Ísrael strax! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. * https://www.pcpsr.org/en/node/997 ** Þáverandi flokkur Þorgerðar sat reyndar hjá við afgreiðslu málsins á Alþingi
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun