„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 09:02 Þegar krabbamein hristir upp í lífi ungrar konu úr Borgarnesi bregst vinahópur hennar við á eigin hátt: með hlaupaskóm, styrktartónleikum og samstöðu sem smitar út frá sér. Samsett Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið. Mögnuð samstaða Vinahópurinn sjálfur telur tíu manns. „Við höfum öll alist upp saman, við fylgdumst að í gegnum grunnskóla og menntaskóla og höfum myndað mjög þéttan og sterkan hóp,“ segir Jón Steinar Unnarsson, einn af meðlimum hópsins. „Tengingin okkar við Birtu er þar af leiðandi djúp og mikilvæg,“segir Ingunn Sigurðardóttir sem einnig er hluti af hópnum. Það var í nóvember á seinasta ári að Birta fékk greininguna á Erwing Sarcoma, en um er að ræða sjaldgæfa tegund af beinkrabbameini. „Þegar greiningin kom loksins þá var ég búin að vera veik í svo langan tíma. Þannig að „sjokkkið “var kanski ekki alveg það gífurlegt, maður var alveg búin að velta fyrir sér að það væri mögulegt að þetta væri krabbamein. Og í raun hafði ég langmestar áhyggjur af fjölskylsunni minni og vinum í kringum mig; hvernig þau ættu eftir að taka þessum fréttum,“ segir Birta. Þegar kom að því að Birta þurfti að raka af sér hárið tók hópurinn sig saman og bjó til fallega samverustund í kringum þá athöfn. Tveir úr hópnum snoðuðu sig meira að segja líka til að sýna vinkonu sinni samstöðu.Þetta var ekki það eina sem hópurinn gerði til að sýna Birtu stuðning á þessum erfiðu tímum. „Við héldum styrktartónleika í Hjálmakletti í Borgarnesi í janúar síðastliðnum, þar sem allir gáfu vinnu sína. Það eina var að Birta komst ekki sjálf á tónleikana af því að hún hafði verið sett í einangrun daginn áður en hún náði þó að fylgjast á streymi,“segir Ingunn og bætir við að hápunkturinn hafi líklega verið þegar sjálfur Páll Óskar steig á svið. Hann sá um að um að loka kvöldinu með óskalögum Birtu og myndaðist frábær stemning undir lokin. Hugmyndin að hlaupahópnum kviknaði síðan hjá Jóni Steinari. „Svo tóku bara allir svona þrælvel í þetta. Við vorum nokkur sem vorum búin að plana að hlaupa í ár og það kom ekkert annað til greina en að hlaupa fyrir hana Birtu okkar.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel og flestir fylgja æfingaáætlun í Runna sem er smáforrit með hlaupaprógrammi. „Við höfum gaman af því að æfa saman og hlökkum mikið til dagsins sjálfs þar sem markmiðið er einfalt: að njóta og klára þetta saman.“ Fyrir utan vinahópinn sjálfan sem myndar kjarna hlaupahópsins hafa fleiri verið að bætast við að undanförnu.„Og það er að sjálfsögðu pláss fleiri og það eru allir velkomnir að slást í hópinn,“ segir Ingunn. Hópurinn hefur fylgst að í gegnum þykkt og þunnt í gegnum árin.Aðsend Ætla að njóta og fagna saman Eftir að Birta greindist fékk hún ómældan stuðning og aðhald hjá Ljósinu. „Á seinasta ári greindist mamma mín líka með krabbamein og við höfum báðar sótt mikið í Ljósið. Það er ótrúlega magnað starf sem er unnið þar og ég fékk til dæmis mikla hjálp frá sálfræðingi og iðjuþjálfa sem héldu utan um mig nánast alveg frá byrjun,“ segir Birta. Það lá því beinast við að hópurinn myndi hlaupa fyrir Ljósið. „Okkur langaði að gefa eitthvað til baka fyrir það sem Ljósið hefur gert fyrir Birtu í hennar ferli. Ljósið sinnir ómetanlegu og óeigingjörnu starfi fyrir fólk sem glímir við krabbamein. Við höfum séð það sjálf í gegnum Birtu og viljum gera okkar til að styðja við það.“ Að loknu hlaupinu ætlar hópurinn að fagna saman; hittast um kvöldið, grilla og síðan skella sér á Menningarnótt. „Það verður fullkominn endir á dásamlegum degi.“ Birta sjálf er þakklát fyrir stuðning vina sinna og er bjartsýn á framhaldið. „Núna er ég pásu frá lyfjameðferðinni og er búin að ná eiga gott sumar. Þetta er svona „viðhaldspása“ þar sem ég tek inn lyf í töfluformi og sem betur fer hafa þessi lyf farið frekar vel í mig. Í september fer ég síðan í jáeindaskanna og þá verður staðan tekin. Þegar ég greindist fyrst þá var æxlið í fætinum, það er að segja í kálfanum og var búið að dreifa sig í hrygginn og á fleiri staði. En í seinustu rannsókn fékk ég mjög góðar fréttir; það voru mörg meinvörp horfin og æxlið var búið að minnka verulega. Það virðast vera allar líkur á því að það verði hægt að halda þessu niðri. Þetta er ekki búið ennþá, en ég veit að mér á eftir að batna; einn daginn á ég eftir að vera laus við þetta. Ég trúi því.“ Hér má heita á hlaupahóp Birtu Bjarkar og styðja við starfsemi Ljósins. Reykjavíkurmaraþon Krabbamein Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Mögnuð samstaða Vinahópurinn sjálfur telur tíu manns. „Við höfum öll alist upp saman, við fylgdumst að í gegnum grunnskóla og menntaskóla og höfum myndað mjög þéttan og sterkan hóp,“ segir Jón Steinar Unnarsson, einn af meðlimum hópsins. „Tengingin okkar við Birtu er þar af leiðandi djúp og mikilvæg,“segir Ingunn Sigurðardóttir sem einnig er hluti af hópnum. Það var í nóvember á seinasta ári að Birta fékk greininguna á Erwing Sarcoma, en um er að ræða sjaldgæfa tegund af beinkrabbameini. „Þegar greiningin kom loksins þá var ég búin að vera veik í svo langan tíma. Þannig að „sjokkkið “var kanski ekki alveg það gífurlegt, maður var alveg búin að velta fyrir sér að það væri mögulegt að þetta væri krabbamein. Og í raun hafði ég langmestar áhyggjur af fjölskylsunni minni og vinum í kringum mig; hvernig þau ættu eftir að taka þessum fréttum,“ segir Birta. Þegar kom að því að Birta þurfti að raka af sér hárið tók hópurinn sig saman og bjó til fallega samverustund í kringum þá athöfn. Tveir úr hópnum snoðuðu sig meira að segja líka til að sýna vinkonu sinni samstöðu.Þetta var ekki það eina sem hópurinn gerði til að sýna Birtu stuðning á þessum erfiðu tímum. „Við héldum styrktartónleika í Hjálmakletti í Borgarnesi í janúar síðastliðnum, þar sem allir gáfu vinnu sína. Það eina var að Birta komst ekki sjálf á tónleikana af því að hún hafði verið sett í einangrun daginn áður en hún náði þó að fylgjast á streymi,“segir Ingunn og bætir við að hápunkturinn hafi líklega verið þegar sjálfur Páll Óskar steig á svið. Hann sá um að um að loka kvöldinu með óskalögum Birtu og myndaðist frábær stemning undir lokin. Hugmyndin að hlaupahópnum kviknaði síðan hjá Jóni Steinari. „Svo tóku bara allir svona þrælvel í þetta. Við vorum nokkur sem vorum búin að plana að hlaupa í ár og það kom ekkert annað til greina en að hlaupa fyrir hana Birtu okkar.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel og flestir fylgja æfingaáætlun í Runna sem er smáforrit með hlaupaprógrammi. „Við höfum gaman af því að æfa saman og hlökkum mikið til dagsins sjálfs þar sem markmiðið er einfalt: að njóta og klára þetta saman.“ Fyrir utan vinahópinn sjálfan sem myndar kjarna hlaupahópsins hafa fleiri verið að bætast við að undanförnu.„Og það er að sjálfsögðu pláss fleiri og það eru allir velkomnir að slást í hópinn,“ segir Ingunn. Hópurinn hefur fylgst að í gegnum þykkt og þunnt í gegnum árin.Aðsend Ætla að njóta og fagna saman Eftir að Birta greindist fékk hún ómældan stuðning og aðhald hjá Ljósinu. „Á seinasta ári greindist mamma mín líka með krabbamein og við höfum báðar sótt mikið í Ljósið. Það er ótrúlega magnað starf sem er unnið þar og ég fékk til dæmis mikla hjálp frá sálfræðingi og iðjuþjálfa sem héldu utan um mig nánast alveg frá byrjun,“ segir Birta. Það lá því beinast við að hópurinn myndi hlaupa fyrir Ljósið. „Okkur langaði að gefa eitthvað til baka fyrir það sem Ljósið hefur gert fyrir Birtu í hennar ferli. Ljósið sinnir ómetanlegu og óeigingjörnu starfi fyrir fólk sem glímir við krabbamein. Við höfum séð það sjálf í gegnum Birtu og viljum gera okkar til að styðja við það.“ Að loknu hlaupinu ætlar hópurinn að fagna saman; hittast um kvöldið, grilla og síðan skella sér á Menningarnótt. „Það verður fullkominn endir á dásamlegum degi.“ Birta sjálf er þakklát fyrir stuðning vina sinna og er bjartsýn á framhaldið. „Núna er ég pásu frá lyfjameðferðinni og er búin að ná eiga gott sumar. Þetta er svona „viðhaldspása“ þar sem ég tek inn lyf í töfluformi og sem betur fer hafa þessi lyf farið frekar vel í mig. Í september fer ég síðan í jáeindaskanna og þá verður staðan tekin. Þegar ég greindist fyrst þá var æxlið í fætinum, það er að segja í kálfanum og var búið að dreifa sig í hrygginn og á fleiri staði. En í seinustu rannsókn fékk ég mjög góðar fréttir; það voru mörg meinvörp horfin og æxlið var búið að minnka verulega. Það virðast vera allar líkur á því að það verði hægt að halda þessu niðri. Þetta er ekki búið ennþá, en ég veit að mér á eftir að batna; einn daginn á ég eftir að vera laus við þetta. Ég trúi því.“ Hér má heita á hlaupahóp Birtu Bjarkar og styðja við starfsemi Ljósins.
Reykjavíkurmaraþon Krabbamein Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira