Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2025 12:32 Ice Cube fer með aðalhlutverkið og Iman Benson leikur dóttur hans. Hér eiga þau í myndbandssamtali meðan geimverur ráðast á jörðina Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Umrædd skáldsaga Wells, sem oft er kallaður faðir vísindaskáldsögunnar, heitir á frummálinu War of the Worlds, og var fyrst gefin út í lok nítjándu aldar. Eitt allra frægasta útvarpsleikrit sögunnar var aðlögun samnefnd bókinni sem Orson Welles, þá einungis 23 ára gamall, sendi út árið 1938. Leikritið var frægt af þeim sökum að það olli gríðarlegri ringulreið hjá hlustendum sem héldu margir hverjir að Marsbúar væru í raun og veru að gera árás á jörðina. Steven Spielberg og Tom Cruise á frumsýningu Árásarinnar frá Mars árið 2005.Getty Fjöldi kvikmynda hafa verið aðlagaðar eða undir miklum áhrifum innrásarinnar frá Mars. Vert er að minnast á tvær þeirra. Sú fyrri, The War of the Worlds sem var leikstýrt af Byron Haskin, er frá 1953 og þykir ansi áhrifamikil á vísindaskáldsögukvikmyndagreinina. Sú seinni, War of the Worlds, er frá 2005 en þar leikstýrði Steven Spielberg kvikmyndastjörnunni Tom Cruise. Þá gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Wayne út rokk-geimóperuplötuna Jeff Wayne's Musical Version of The War of the Worlds árið 1978, sem varð geysivinsæl meðal annars hér á landi. Þar setti stórleikarinn Richard Burton sig í hlutverk sögumanns með eftirminnilegum hætti. Eins og að verða vitni að geimárás í nútímanum? Og nú á dögunum var gefin út enn ein aðlögunin, kvikmynd á streymisveitunni Prime Video. Hún ber líka titilinn War of the Worlds. Aftur átti að sanna að þessi saga væri sannarlega sígild og var frásögnin sett í nútímalegan búning. Myndin gerist að mestu á tölvuskjá aðalpersónunnar, sem leikin er af rapparanum Ice Cube, sem fylgist með innrás geimveranna á netinu. „Það verður spennandi fyrir áhorfendur að horfa á myndina og spyrja sig: Ef geimverur myndu gera innrás í dag, hvernig myndum við upplifa það? Líklegast, værum við að horfa á það í símtækjunum okkar,“ sagði Timur Bekmambetov, framleiðandi myndarinnar við Deadline. Orson Welles ræðir við blaðamenn í kjölfar útsendingar á umdeildasta útvarpsleikriti sögunnar.Getty „Þetta er í raun nútímaleg útgáfa af Innrásinni frá Mars eftir Orson Welles. Í gamla daga notaði hann útvarpið, vinsælustu tækni þess tíma, til að fá fólk til að trúa því að innrásin væri raunveruleg. Í dag er miðillinn skjárinn á tækjunum okkar.“ Mikið fár varð vegna útvarpsleikritsins á sínum tíma og neyddist Welles til að biðjast afsökunar á blaðamannafundi daginn eftir útvaprsútsendinguna. Kannski eru líkindin milli þessa fræga útvarpsleikrits og nýju kvikmyndarinnar mest á því sviði, bæði verkin hafa fengið neikvæð viðbrögð. Ömurlegir dómar Kvikmyndin er þegar þetta er skrifað með falleinkunnina 0% á vefsíðunni Rotten Tomatos en þar er kvikmyndagagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla tekin saman. Það að vera með núll prósent í einkunn þýðir í einföldu máli að enginn gagnrýnandi, af þeim sem Rotten Tomatos tekur saman, hefur gefið hinni nýju Innrás frá Mars góðan dóm. Peter Debruge, gagnrýnandi Variety, segir útlit myndarinnar „ódýrt“ og gagnrýnir framistöðu Ice Cube sem í leik sínum bjóði einungis upp á tvo svipi: Annars vegar yggli hann sig reiðilega og hins vegar sé um að ræða yfirþyrmandi „kjarnorkuviðbrögð“. Hvorugur svipurinn er sagður nýtast honum vel í þessu hlutverki. Ed Power, gagnrýnandi Daily Telegraph, segir myndina mestu hörmung sem Prime streymisveitan hefur boðið áhorfendum sínum upp á. Allt gaman vanti í myndina sem eigi að vera mikilfengleg frásögn af innrás geimvera. Aðrir gagnrýnendur sem Rotten Tomatoes taka saman segja myndina eina þá verstu frá þessum áratug og að svo virðist sem enginn hafi unnið hart að sér við gerð myndarinnar. Tæknibrellurnar eru einn helsti skotspónn gagnrýnenda en þær þykja ekki til eftirbreytni. Gagnrýnendur eru ekki sáttir með tæknibrellurnar. En hvernig gat þetta gerst? Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Þá má þess geta að áðurnefndur framleiðandi Timur Bekmambetov hefur sérhæft sig í gerð kvikmynda þar sem frásögninni vindur fram á tölvuskjá. Þessi aðferð hefur verið kölluð „Screenlife“, en hann hefur komið að gerð kvikmynanna Unfriended, Searching og Profile, sem allar beita þessari tækni, líkt og hin nýja Innrás frá Mars, Í umfjöllun The Guardian segir að markmiðið eigi að vera eins og áhorfandinn sé að fylgjast með Zoom-símtali, en niðurstaðan sé, í þessu tilfelli, eins og að kvikmyndin hafi verið klippt saman í gegnum Zoom-símtal. Myndin líti út fyrir að hafa verið klippt á örfáum mánuðum eftir að tökum lauk, en raunin virðist önnur. Hún virðist hafa verið geymd uppi í hillu um árabil áður en hún var seld til stórrar streymisveitu. Samkvæmt útreikningum miðilsins hljóti myndin að hafa staðið óáreitt í að minnsta kosti þrjú ár jafnvel þótt eftirvinna kvikmyndatökunnar hafi verið í lengri kantinum. Samkvæmt Guardian er líklegasta útskýringin á dræmu ágæti kvikmyndarinnar óreiðan sem varð til meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Kvikmyndaverin hafi verið í óðagoti og tekið margar sérkennilega ákvarðanir. „War of the Worlds virðist hafa verið gerð með Covid-hagkvæmni í huga. Myndin hagnýtti sér áhyggjur almennings af stanslausu eftirliti og leyndarmálum stjórnvalda án þess þó að hafa nokkuð að segja um nokkurn hlut,“ segir í Guardian. Þrátt fyrir allt þetta allt saman segir Forbes að þessa stundina sé War of the Worlds vinsælasta myndin á Prime-streymisveitunni. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bókmenntir Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Umrædd skáldsaga Wells, sem oft er kallaður faðir vísindaskáldsögunnar, heitir á frummálinu War of the Worlds, og var fyrst gefin út í lok nítjándu aldar. Eitt allra frægasta útvarpsleikrit sögunnar var aðlögun samnefnd bókinni sem Orson Welles, þá einungis 23 ára gamall, sendi út árið 1938. Leikritið var frægt af þeim sökum að það olli gríðarlegri ringulreið hjá hlustendum sem héldu margir hverjir að Marsbúar væru í raun og veru að gera árás á jörðina. Steven Spielberg og Tom Cruise á frumsýningu Árásarinnar frá Mars árið 2005.Getty Fjöldi kvikmynda hafa verið aðlagaðar eða undir miklum áhrifum innrásarinnar frá Mars. Vert er að minnast á tvær þeirra. Sú fyrri, The War of the Worlds sem var leikstýrt af Byron Haskin, er frá 1953 og þykir ansi áhrifamikil á vísindaskáldsögukvikmyndagreinina. Sú seinni, War of the Worlds, er frá 2005 en þar leikstýrði Steven Spielberg kvikmyndastjörnunni Tom Cruise. Þá gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Wayne út rokk-geimóperuplötuna Jeff Wayne's Musical Version of The War of the Worlds árið 1978, sem varð geysivinsæl meðal annars hér á landi. Þar setti stórleikarinn Richard Burton sig í hlutverk sögumanns með eftirminnilegum hætti. Eins og að verða vitni að geimárás í nútímanum? Og nú á dögunum var gefin út enn ein aðlögunin, kvikmynd á streymisveitunni Prime Video. Hún ber líka titilinn War of the Worlds. Aftur átti að sanna að þessi saga væri sannarlega sígild og var frásögnin sett í nútímalegan búning. Myndin gerist að mestu á tölvuskjá aðalpersónunnar, sem leikin er af rapparanum Ice Cube, sem fylgist með innrás geimveranna á netinu. „Það verður spennandi fyrir áhorfendur að horfa á myndina og spyrja sig: Ef geimverur myndu gera innrás í dag, hvernig myndum við upplifa það? Líklegast, værum við að horfa á það í símtækjunum okkar,“ sagði Timur Bekmambetov, framleiðandi myndarinnar við Deadline. Orson Welles ræðir við blaðamenn í kjölfar útsendingar á umdeildasta útvarpsleikriti sögunnar.Getty „Þetta er í raun nútímaleg útgáfa af Innrásinni frá Mars eftir Orson Welles. Í gamla daga notaði hann útvarpið, vinsælustu tækni þess tíma, til að fá fólk til að trúa því að innrásin væri raunveruleg. Í dag er miðillinn skjárinn á tækjunum okkar.“ Mikið fár varð vegna útvarpsleikritsins á sínum tíma og neyddist Welles til að biðjast afsökunar á blaðamannafundi daginn eftir útvaprsútsendinguna. Kannski eru líkindin milli þessa fræga útvarpsleikrits og nýju kvikmyndarinnar mest á því sviði, bæði verkin hafa fengið neikvæð viðbrögð. Ömurlegir dómar Kvikmyndin er þegar þetta er skrifað með falleinkunnina 0% á vefsíðunni Rotten Tomatos en þar er kvikmyndagagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla tekin saman. Það að vera með núll prósent í einkunn þýðir í einföldu máli að enginn gagnrýnandi, af þeim sem Rotten Tomatos tekur saman, hefur gefið hinni nýju Innrás frá Mars góðan dóm. Peter Debruge, gagnrýnandi Variety, segir útlit myndarinnar „ódýrt“ og gagnrýnir framistöðu Ice Cube sem í leik sínum bjóði einungis upp á tvo svipi: Annars vegar yggli hann sig reiðilega og hins vegar sé um að ræða yfirþyrmandi „kjarnorkuviðbrögð“. Hvorugur svipurinn er sagður nýtast honum vel í þessu hlutverki. Ed Power, gagnrýnandi Daily Telegraph, segir myndina mestu hörmung sem Prime streymisveitan hefur boðið áhorfendum sínum upp á. Allt gaman vanti í myndina sem eigi að vera mikilfengleg frásögn af innrás geimvera. Aðrir gagnrýnendur sem Rotten Tomatoes taka saman segja myndina eina þá verstu frá þessum áratug og að svo virðist sem enginn hafi unnið hart að sér við gerð myndarinnar. Tæknibrellurnar eru einn helsti skotspónn gagnrýnenda en þær þykja ekki til eftirbreytni. Gagnrýnendur eru ekki sáttir með tæknibrellurnar. En hvernig gat þetta gerst? Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Þá má þess geta að áðurnefndur framleiðandi Timur Bekmambetov hefur sérhæft sig í gerð kvikmynda þar sem frásögninni vindur fram á tölvuskjá. Þessi aðferð hefur verið kölluð „Screenlife“, en hann hefur komið að gerð kvikmynanna Unfriended, Searching og Profile, sem allar beita þessari tækni, líkt og hin nýja Innrás frá Mars, Í umfjöllun The Guardian segir að markmiðið eigi að vera eins og áhorfandinn sé að fylgjast með Zoom-símtali, en niðurstaðan sé, í þessu tilfelli, eins og að kvikmyndin hafi verið klippt saman í gegnum Zoom-símtal. Myndin líti út fyrir að hafa verið klippt á örfáum mánuðum eftir að tökum lauk, en raunin virðist önnur. Hún virðist hafa verið geymd uppi í hillu um árabil áður en hún var seld til stórrar streymisveitu. Samkvæmt útreikningum miðilsins hljóti myndin að hafa staðið óáreitt í að minnsta kosti þrjú ár jafnvel þótt eftirvinna kvikmyndatökunnar hafi verið í lengri kantinum. Samkvæmt Guardian er líklegasta útskýringin á dræmu ágæti kvikmyndarinnar óreiðan sem varð til meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Kvikmyndaverin hafi verið í óðagoti og tekið margar sérkennilega ákvarðanir. „War of the Worlds virðist hafa verið gerð með Covid-hagkvæmni í huga. Myndin hagnýtti sér áhyggjur almennings af stanslausu eftirliti og leyndarmálum stjórnvalda án þess þó að hafa nokkuð að segja um nokkurn hlut,“ segir í Guardian. Þrátt fyrir allt þetta allt saman segir Forbes að þessa stundina sé War of the Worlds vinsælasta myndin á Prime-streymisveitunni.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bókmenntir Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira