Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Íslensku stelpurnar sýndu rosalegan karakter í leiknum í gær og það var því full ástæða til að fagna vel sögulegum sigri í leikslok. FIBA Basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta náði sögulegum árangri í gærkvöldi með því að vinna Holland í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópukeppninnar. Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn