Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 09:31 Arnar Ævarsson sérfræðingur í ytra mati er svartsýnn á framtíð skólakerfisins á Íslandi miðað við núverandi stöðu. Vísir Sérfræðingur í ytra mati segir metnaðarleysi og meðvirkni ríkja hjá skólastjórnendum hér á landi. Kostnaður vegna ytra mats hefur gjörminnkað á síðustu árum. Hann segir að börn fái ekki þá þjónustu sem þeim er ætlað í skólum, sem séu reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“ Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“
Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent