Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Veruleikinn er hins vegar sá að þrátt fyrir fámennið höfum við náð miklum og eftirsóttum árangri, betri en víðast hvar innan sambandsins, og erum á meðal þeirra þjóða heimsins þar sem velsæld mælist mest. Einkum vegna þess að við höfum haft valdið til þess að taka okkar eigin ákvarðanir út frá okkar eigin hagsmunum. Við hefðum til dæmis ekki fært út efnahagslögsögu Íslands ítrekað á síðustu öld og haft þá forystu um mótun hafréttar í þeim efnum sem við höfðum í andstöðu við vilja margfalt fjölmennari Evrópuríkja eins og Bretlands og Vestur-Þýzkalands ef valdið til þess hefði ekki verið í okkar höndum. Innan forvera Evrópusambandsins hefði sú ekki orðið raunin. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni á sínum tíma eða veitt makríl í eigin lögsögu ef sú hefði verið raunin. Þetta gátum við vegna þess að við höfðum ekki framselt valdið yfir eigin málum í þeim efnum. Mikilvægt er að eiga í góðu alþjóða- og milliríkjasamstarfi þar sem hagsmunir fara saman. Samstarf þjóða á jafnræðisgrunni er hins vegar eitt og samruni allt annað. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunaþróun Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði að lokum sambandsríki. Kveðið er á um þetta í Schuman-ávarpinu svonefndu frá 1950 sem markar upphaf sambandsins eins og við þekkjum það í dag og leitun hefur verið að forystumönnum innan þess á liðnum árum sem ekki hafa tekið undir það. Samhliða hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan þess, ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum, einkum eftir því hversu fjölmenn við erum. Þannig gerast kaupin einfaldlega á eyrinni í sambandinu og hafa gert í vaxandi mæli. Á þingi Evrópusambandsins hefðum við sex þingmenn af yfir 700, á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar er að fullu miðað við íbúafjölda. Vægi okkar þar yrði aðeins á við að hafa um 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið“. Við Íslendingar höfum einfaldlega alla burði til þess að standa áfram vörð um hagsmuni okkar sem frjálst og fullvalda ríki eins og dæmin sanna í stað þess að verða hluti af fyrirhuguðu sambandsríki sem þegar er komið langt á þeirri vegferð. Þar sem möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á okkar eigin mál yrðu eftirleiðis sáralitlir enda einkum háðir því hversu fjölmenn við erum. Nokkuð sem rímar einmitt vel við fyrirkomulag ríkis en verr við alþjóðlegt samstarf. Ekki vegna getu eða vangetu okkar heldur einfaldlega vegna þess að þannig eru reglurnar sem gilda þar á bæ. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun