„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 11:55 Tryggvi býst við að Patrick bæti markametið á Skaganum í kvöld. Samsett/Vísir „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti