Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 07:56 Afstaða Bandaríkjanna er torræð um þessar mundir. AP Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Aukinnar óánægju gætir innan flokks stuðningsmanna Trump forseta með afstöðu Bandaríkjanna til stríðsreksturs Ísraela. Það sást skýrast í ummælum sem hann lét falla þegar hann var spurður út í ákvörðun Frakka að viðurkenna Palestínuríki. „Ég ætla ekki að taka afstöðu. Það truflar mig ekki ef [Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands] tekur afstöðu,“ sagði hann við breska blaðamenn. Andmælti Netanjahú Hann hafði áður brugðist talsvert neikvæðar við yfirlýsingu franskra stjórnvalda um viðurkenningu á Palestínuríki en það vakti þó athygli að hann hefði ekki tekið afdráttarlausar til orða en að segja að yfirlýsing Macrons Frakklandsforseta „skipti engu máli.“ Þegar hann var svo spurður út í það, af bresku blaðamönnunum, hvort hann væri sammála bersýnilega ósönnum fullyrðingum Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að á Gasaströndinni væri engin hungursneyð svaraði hann því neitandi. „Miðað við sjónvarpið, myndi ég segja: ekkert sérstaklega. Því að þessi börn koma mér ansi svöng fyrir sjónir. Það er raunveruleg hungursneyð, það er ekki hægt að falsa það,“ sagði Trump. Takmarkaður stuðningur innan herbúða MAGA Við komuna aftur til Bandaríkjanna hefur tónninn hvesst örlítið í garð yfirlýsinga vestrænna ráðamanna en í gær bættust Kanadamenn í hóp ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínuríki á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þegar yfirlýsingar Frakka og Breta voru aftur bornar undir hann kvaðst hann ekki vera „þeim megin.“ „Við ræddum það aldrei. Maður verðlaunar Hamas með því. Mér finnst ekki að það eigi að verðlauna þá,“ sagði hann þá. Blikur eru á lofti í herbúðum MAGA-sinna um að stuðningur þeirra við Ísraela sé á hverfanda hveli. Steve Bannon, fyrrum ráðgjafi forsetans og áhrifamikill hugsuður innan MAGA-hreyfingarinnar, hafði orð á því við blaðamenn Politico að stuðningur yngri Trumpista við Ísraelsmenn væri þorrinn. Fyrir skemmstu kom annar áhrifamikill Trumpisti, fulltrúadeildarþingkonan Marjorie Taylor Greene, öllum á óvart þegar hún vísaði til stríðsreksturs Ísraela í Palestínu sem þjóðarmorðs. Hún þykir einhver ofstækisfyllsti repúblikaninn á Bandaríkjaþingi og vöktu því ummæli hennar mikla athygli vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bretland Frakkland Kanada Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Aukinnar óánægju gætir innan flokks stuðningsmanna Trump forseta með afstöðu Bandaríkjanna til stríðsreksturs Ísraela. Það sást skýrast í ummælum sem hann lét falla þegar hann var spurður út í ákvörðun Frakka að viðurkenna Palestínuríki. „Ég ætla ekki að taka afstöðu. Það truflar mig ekki ef [Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands] tekur afstöðu,“ sagði hann við breska blaðamenn. Andmælti Netanjahú Hann hafði áður brugðist talsvert neikvæðar við yfirlýsingu franskra stjórnvalda um viðurkenningu á Palestínuríki en það vakti þó athygli að hann hefði ekki tekið afdráttarlausar til orða en að segja að yfirlýsing Macrons Frakklandsforseta „skipti engu máli.“ Þegar hann var svo spurður út í það, af bresku blaðamönnunum, hvort hann væri sammála bersýnilega ósönnum fullyrðingum Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að á Gasaströndinni væri engin hungursneyð svaraði hann því neitandi. „Miðað við sjónvarpið, myndi ég segja: ekkert sérstaklega. Því að þessi börn koma mér ansi svöng fyrir sjónir. Það er raunveruleg hungursneyð, það er ekki hægt að falsa það,“ sagði Trump. Takmarkaður stuðningur innan herbúða MAGA Við komuna aftur til Bandaríkjanna hefur tónninn hvesst örlítið í garð yfirlýsinga vestrænna ráðamanna en í gær bættust Kanadamenn í hóp ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínuríki á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þegar yfirlýsingar Frakka og Breta voru aftur bornar undir hann kvaðst hann ekki vera „þeim megin.“ „Við ræddum það aldrei. Maður verðlaunar Hamas með því. Mér finnst ekki að það eigi að verðlauna þá,“ sagði hann þá. Blikur eru á lofti í herbúðum MAGA-sinna um að stuðningur þeirra við Ísraela sé á hverfanda hveli. Steve Bannon, fyrrum ráðgjafi forsetans og áhrifamikill hugsuður innan MAGA-hreyfingarinnar, hafði orð á því við blaðamenn Politico að stuðningur yngri Trumpista við Ísraelsmenn væri þorrinn. Fyrir skemmstu kom annar áhrifamikill Trumpisti, fulltrúadeildarþingkonan Marjorie Taylor Greene, öllum á óvart þegar hún vísaði til stríðsreksturs Ísraela í Palestínu sem þjóðarmorðs. Hún þykir einhver ofstækisfyllsti repúblikaninn á Bandaríkjaþingi og vöktu því ummæli hennar mikla athygli vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bretland Frakkland Kanada Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira