Innlent

Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað á Sólheimasandi.
Slysið átti sér stað á Sólheimasandi. Getty

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fjórða tímanum vegna konu sem lenti í fjórhjólaslysi á Sólheimasandi á Suðurlandi.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrlan kölluð út á mesta forgangi. Hún var komin aftur til Reykjavíkur og lenti þar á Landspítalanum í Fossvogi rúmlega tuttugu mínútur yfir sex.

„Við höfum ekki upplýsingar um líðan en það voru einhver meiðsli,“ segir Ásgeir.

„Þetta var eins konar velta eða slíkt sem varð til þess að viðkomandi slasaðist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×