Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 22:03 Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Vísir/Bjarni Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira