Innlent

Tveir hand­teknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ó­lög­lega á landinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið.
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í tengslum við húsbrot í gærkvöldi eða nótt, í tveimur aðskildum málum, og þriðja sem er grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. 

Alls gistu fimm einstaklingar fangageymslur lögreglu í morgunsárið en 71 mál var skráð á vaktinni.

Einn var handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna og þá barst tilkynning um ofurölvi einstakling sem var að ganga fyrir bifreiðar. Þá var tilkynnt um annan ölvaðan einstakling sem var að vera til vandræða fyrir utan skemmtistað.

Tvær tilkynningar bárust um þjófnaði í verslunum og þá var einn handtekinn grunaður um skemmdarverk á bifreið. Að minnsta kosti sex voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×