Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2025 13:26 Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins óskar eftir því að stjórnvöld reiði fram það fjármagn sem þurfi til að halda starfseminni opinni allt árið um kring. Vísir/aðsend Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins. Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins.
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35