Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 13:35 Úr Hvalfirði. Mynd úr safni. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni. Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Bæjarráð Akraness sagði í dag að það vildi að ríkisstjórnin gerði allt sem hún getur til að stöðva tollana. Ráðið krafðist fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú einnig lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verndartolla Evrópusambandsins á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi. „Verði þessi áform að veruleika munu þau ekki einungis hafa alvarleg áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra fjölskyldna í Hvalfjarðarsveit heldur einnig nærliggjandi svæða sem og þjóðarbúsins alls,“ skrifar sveitastjórnin. Ef af verður yrði það mjög alvarlegt högg fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit, skrifar sveitastjórnin í yfirlýsingu. Er þar bent á að nú sé unnið að gerð græns hringrásariðngarðs með framsæknum nýsköpunarverkefnum í betri nýtingu orku- og efnisstrauma innan svæðisins. Að auki yrði sett í uppnám öll sú mikilvæga uppbygging og fjárfesting nýrra fyrirtækja sem unnið hefur verið að í langan tíma á svæðinu. Hjá Elkem á Grundartanga starfa tæplega 200 manns, auk fjölda óbeinna starfa sem reksturinn skapar að því er segir í tilkynningunni.
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. 28. júlí 2025 11:47
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14