Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Agnar Már Másson skrifar 28. júlí 2025 11:47 Bæjarráðið krefst fundar með ráðherrum. Samsett mynd Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. „Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
„Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga,“ segir í yfirlýsingu sem krefst bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem krefst þess að ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur en formlegt samtal á milli Íslands og ESB fer nú í hönd. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Líf Lárusdóttir er formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi,“ bæjarráðið við. Bæjarráð vekur einnig athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga sé í farvatninu mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafi beina hagsmuni af rekstri Elkem. Einnig sé unnið að nýsköpunarverkefnum sem miði að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. „Öll þessi áform eru nú sett í uppnám,“ segir í yfirlýsingunni. Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Bæjarráðið skrifar að tjón af rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá sé ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti. „Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu,“ segir enn fremur. Ráðið krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega „slíku broti“ á EES-samningnum. „Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Hvalfjarðarsveit Akranes Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. 26. júlí 2025 19:14
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. 27. júlí 2025 12:03
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. 25. júlí 2025 23:55