Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júlí 2025 11:02 Birgir Steinn gæti spilað fjóra leiki á ellefu dögum með tveimur mismunandi félögum. KV KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira