Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 09:30 KR-ingar eru glaðbeittir enda loksins komnir heim. Vísir/Ívar Eftir langa bið og þónokkra heimaleiki að heiman snúa KR-ingar aftur á Meistaravelli er þeir mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla á morgun. Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira