„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 13:35 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. „Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“ Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“
Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12