Epstein mætti í brúðkaup Trumps Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:00 Þessi hér mynd er reyndar ekki ný og af allt öðrum viðburði. Þarna er Trump með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu, ásamt Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á samkomu í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44