Epstein mætti í brúðkaup Trumps Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:00 Þessi hér mynd er reyndar ekki ný og af allt öðrum viðburði. Þarna er Trump með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu, ásamt Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á samkomu í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44