Ozzy Osbourne allur Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 18:25 Ozzy Osbourne hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn. Getty Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. „Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
„Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira