„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:04 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann. Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann.
Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira