„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:04 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann. Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann.
Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira