„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:58 Halldór Árnason, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. „Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“ Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
„Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira