Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:01 Srdjan Tufegdzic situr með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Diego „Ég ætla að segja að eftir fimm umferðir hafi allir verið búnir að afskrifa það að Valur væri eitthvað að fara að keppa við Breiðablik og Víking,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í síðasta þætti. Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stúkan Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Stúkan Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira