„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2025 22:46 Stanway í leiknum gegn í Svíþjóð. EyesWideOpen/Getty Images Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum. „Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
„Það eru augnablik sem þessi sem við líðum ekki. Ég held að nokkrir leikmenn hafi ætlað sér að hætta á samfélagsmiðlum út af því að þær hafa fengið nóg,“ sagði Stanway meðal annars um viðbrögð leikmanna eftir því sem Carter hefur gengið í gegnum. „Það mikilvægasta er að Jess hefur kraftinn til að gera þetta, hún er ekki ein í þessu. Hún hefur kraft Ljónynjanna, starfsfólks liðsins og enska sambandsins í heild. Það gæti hljómað eins og hún sé ein í þessum bardaga en það veit engin hversu mörg eru á bakvið hana og berjast með henni.“ „Þetta er það fallega við fótboltann. Ef maður vill breytingar getur maður náð þeim fram með samheldni, sem ein held erum við mun sterkari.“ Hin 26 ára gamla Stanway glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð og kann því enn betur að meta það að vera út á velli og spila vel. „Ég þarf enn að klípa mig. Ég er mjög þakklát að vera hér. Það eru tímar sem þessir þegar maður áttar sig á hvað maður elskar að mæta í vinnuna. Nú er eins og tíminn líði of hratt.“ „Endurkoman var ekki auðveld en mér líður vel. Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður.“ Jafnframt var miðjumaðurinn spurður út í mikilvægi stuðningsfólks Englands. „Við vitum að þau munu mæta. Stuðningsfólk Ljónynjanna hefur aldrei brugðist okkur. Þetta er lokaðri völlur en undanfarið, þá hefur verið hlaupabraut.“ Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 annað kvöld, þriðjudag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira