Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun