Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 13:50 Maðurinn ók um Hafnarfjörð, næstum því þveran og endilangann. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira