Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:57 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar. Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira