Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 16:08 Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra gæti þurft að bíða aðeins lengur eftir að frumvarp hennar verður samþykkt. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Eftir lengstu aðrar umræður um lagafrumvarp frá því að Alþingi sameinaðist í eina deild var frumvarp atvinnuvegaráðherra afgreitt úr annarri umræðu í dag. Það tók ekki nema 160 klukkustundir af ræðuhöldum. Haldið var utan um lokadag annarrar umræðu í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Eftir aðra umræðu fara þingmál aftur í nefnd og nú hefur verið boðað til fundar í atvinnuveganefnd, þar sem eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn minnihlutans séu fegnir Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að fundurinn taki 45 mínútur. Á fundinn muni þeir gestir koma fyrir nefndina sem stóðu eftir þegar nefndin fjallaði um málið fyrir aðra umræðu. Hann gerir ekki ráð fyrir því að minnihlutinn í nefndinni dragi fundinn á langinn. „Ég reikna með því að það séu ýmsir í stjórnarandstöðunni sem eru fegnir að þetta mál sé leitt til lykta í dag. Þetta er búið að vera erfitt fyrir þá, að standa í þessu málþófi.“ Met slegið í fyrstu umræðu Sigurjón segir að málið verði tekið til þriðju umræðu á þingfundi á morgun. Samkvæmt þingsköpum Alþingis er ekki hægt að ráðast í málþóf í þriðju umræðu enda gilda um þær sömu reglur og um fyrstu umferð. Þrátt fyrir ómöguleika á málþófi tók fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið á fjórða tug klukkustunda og varð lengsta fyrsta umræða í sögu sameinaðs þings. Því er ekki loku fyrir það skotið að þriðja umræða taki einhverja tugi klukkutíma. Þó verður að teljast harla ólíklegt að þriðja umræða taki jafnlangan tíma og sú fyrsta, enda tóku stjórnarþingmenn þátt í fyrstu umferð, sem þeir munu líklega ekki gera í miklum mæli í þeirri þriðju. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar, segir aftur á móti á í færslu á Facebook að þriðja umræða hefjist á morgun og endanleg atkvæðagreiðsla fari þá fram.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira