Leik lokið: Pól­land 3 - 2 Dan­mörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Germany v Denmark - UEFA Women´s EURO 2025 Group C Basel, Switzerland - July 8: Pernille Harder of Denmark gestures during the UEFA Women´s EURO 2025 Group C match between Germany and Denmark at St. Jakob-Park on July 8, 2025 in Basel, Switzerland. (Photo by Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images)
Germany v Denmark - UEFA Women´s EURO 2025 Group C Basel, Switzerland - July 8: Pernille Harder of Denmark gestures during the UEFA Women´s EURO 2025 Group C match between Germany and Denmark at St. Jakob-Park on July 8, 2025 in Basel, Switzerland. (Photo by Harry Langer/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images)

Pólland vann í kvöld sinn fyrsta sigur á EM kvenna í fótbolta þegar þær mættu Dönum. Þær komast ekki upp úr riðlinum en það var ljóst fyrir leik.

Pólska liðið byrjaði gríðarlega sterkt og voru komnar yfir strax á 13. mínútu þegar Natalia Padilla skoraði.

Aðeins sjö mínútum síðar höfðu þær bætt við öðru marki, en Ewa Pajor leikmaður Barcelona skoraði það mark.

Danir minnkuðu muninn á 60. mínútu með skrautlegu marki. Janni Thomsen á fast skot á markið fyrir utan teig, beint á Kinga Szemik markvörð Pólverja. Kinga reynir að slá boltann frá en missir boltann aftur fyrir sig og í markið.

Þær héldu að þær hefðu jafnað leikinn á 70. mínútu þegar Nadia Nadim skoraði eftir frábært samspil. Myndbands dómgæslan tók hins vegar markið af vegna rangstöðu.

Í staðinn var það Pólland sem komst tveimur mörkum yfir á 76. mínútu þegar Martyna Wiankowska skoraði. Danir löguðu aðeins stöðuna átta mínútum síðar þegar Signe Bruun skoraði, en það reyndist ekki nóg fyrir Danina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira